Marel kaupir bandarískt fyrirtæki á 71 milljarð

Marel heldur áfram að vaxa.
Marel heldur áfram að vaxa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marel hefur skrifað undir samning um kaup á bandaríska fyrirtækinu Wenger en kaupverðið er um 71 milljarður íslenskra króna.

Wenger var stofnað árið 1935 en starfsmenn félagsins í dag eru um fimm hundruð talsins.

Í tilkynningu frá Marel segir að fyrirtækið sé leiðandi á heimsvísu í hátæknilausnum til framleiðslu á gæludýrafóðri, plöntupróteini og fóðri fyrir fiskeldi.

Áætlaðar árstekjur Wengers fyrir árið 2022 eru 190 milljónir bandaríkjadala, eða um 25 milljarðar íslenskra króna.

Í tilkynningu Marel segir: „Kaupin á Wenger eru mikilvægt skref inn á nýja og spennandi vaxtarmarkaði og mynda fjórðu tekjustoð félagsins, til viðbótar við alifugla-, kjöt- og fiskiðnaði. Kaupin eruð háð hefðbundnum fyrirvörum, þ.m.t. fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og hluthafa Wenger.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK