Minna en 2021, meira en 2020

Margir nýir viðskiptavinir eru að koma inn á ferðavagnamarkaðinn að …
Margir nýir viðskiptavinir eru að koma inn á ferðavagnamarkaðinn að sögn Arnars Barðdal. mbl.is/Arnþór Birkisson

Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri og eigandi Víkurverks, umsvifamesta aðilans á ferðavagnamarkaði hér á landi, segir að salan sé komin á fulla ferð fyrir sumarið. Hann segir þó að svo virðist sem árið í ár verði minna en 2021 sem var metár hjá fyrirtækinu. „Það er aðeins rólegra núna en í fyrra, en samt meiri sala en árið 2020,“ segir Arnar.

Stór ástæða mikillar sölu á síðustu tveimur árum, meðan Covid-faraldurinn geisaði, var að ferðalög til útlanda lögðust nær alfarið af og fólk ferðaðist um eigið land af meiri þrótti en áður.

Spurður að því hvort afléttingar ferðatakmarkana til útlanda hafi ekki áhrif á sölu ferðavagnanna í ár, segir Arnar að svo sé ekki. „Það virðist ekki draga úr sölu vegna þess. Við sjáum að það er að koma inn mikið af nýju fólki sem er að prófa ferðavagna í fyrsta sinn. Hópurinn er einfaldlega að stækka, sem hjálpar til. Auk þess eru margir að breyta aðeins til, fá sér minni vagn eða stærri, o.s.frv.“

Arnar segir að sama þróun eigi sér stað erlendis. Ferðalög innanlands virðist vera í tísku. „Erlendir ferðamenn hafa kennt okkur að meta eigið land.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK