Segjast hafa skrúfað fyrir gasið

Gazprom vill bara rúblur.
Gazprom vill bara rúblur. AFP

Rússneski orkurisinn Gazprom segist hafa skrúfað fyrir allar gassendingar til Búlgaríu og Póllands eftir að löndin neituðu bæði að byrja að borga fyrir gasið með rúblum.

Gas mun því ekki vera sent frá fyrirtækinu til landanna tveggja nema þau samþykki að greiða fyrir gasið með rússneska gjaldmiðlinum, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Gazprom.

Sú yfirlýsing var sett fram eftir að fréttir bárust af því að gas hafi í raun flætt frá Rússlandi til Póllands í morgun en gögn frá Evrópusambandinu sýndu fram á það. 

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt ákvörðun Gazprom. 

Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, segir um kúgun að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK