Nýr íslenskur munnúði á markað

Kristinn Hafliðason, framkvæmdarstjóri VAXA technology á Íslandi.
Kristinn Hafliðason, framkvæmdarstjóri VAXA technology á Íslandi.

ÖRLÖ Immunity Boost-munnúði er fyrsta varan sem íslenska nýsköpunarfyrirtækið VAXA Technologies setur á markað. Í Jarðhitagarði ON á Hellisheiði beitir fyrirtækið nýjustu tækni við að rækta smáþörunga til manneldis.

Munnúðinn inniheldur UltraSpirulina Extract sem framleidd er af félaginu í verksmiðjunni á Hellisheiði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 

Spirulina er vinsælt fæðubótarefni sem er talið hjálpa við að …
Spirulina er vinsælt fæðubótarefni sem er talið hjálpa við að styrkja ónæmiskerfið. Hún inniheldur meðal annars andoxunarefni, vítamín og ammínósýrur. Ljósmynd/Aðsend

 „Við erum afar stolt af þessari nýju vöru okkar en hún er búin að vera í þróun síðan árið 2019. Þetta er fyrsta varan af átta sem fer í sölu á þessu ári. Við teljum að Íslendingar muni taka munnúðanum vel en það er afar mikilvægt fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum að taka inn D-vítamín. Varan mun fyrst vera seld hér á landi í öllum helstu apótekum en svo er markmiðið að hefja sölu í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Félagið fékk bandarísku auglýsingastofuna Designsake til að koma að hönnun vörunnar og nafni. Þau voru afar heilluð af íslenska stafnum Ö og tengingunni við Ísland. Þau vildu að nafnið hefði sterka tengingu við landið og smáþörunga og orðið „ör“ (e. micro) varð fljótt ofan á – þaðan kemur nafnið Örlö“, er haft eftir Kristni Hafliðasyni, framkvæmdastjóra VAXA technology á Íslandi, en fyrirtækið varð til árið 2017.

VAXA Technologies lauk hlutafjárútboði í lok síðasta árs og safnaði 37 milljónum dollara. Helstu fjárfestar í félaginu eru íslenskir með um 50% eignarhlut, þar á meðal Ísfélag Vestmannaeyja, KS, Stefnir, TM og fjöldi einstaklinga úr íslensku viðskiptalífi, auk alþjóðlegra fjárfesta, að því er félagið greinir frá. 

Þá kemur fram, að framleiðslugeta VAXA Technologies sé nú 30 tonn af smáþörungum á ári. Verksmiðjan var nýlega stækkuð um 1.000 fermetra og hafnar eru framkvæmdir á 3.400 fermetra viðbót. Áætlað er að í lok þessa árs geti framleiðslugetan farið í 80-100 tonn ári.

„Áætlað er að tekjur ársins verði um 400 milljónir króna en stefnt er að því að þær verði orðnar 10-12 milljarðar á ári innan fimm ára. Fyrirtækið stefnir á skráningu á markað í kauphöll í New York innan tveggja ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK