Bensínlítrinn hækkar um sex krónur á tveimur dögum

Lítraverð á bensíni hefur hækkað um rúmlega þrjátíu krónur frá …
Lítraverð á bensíni hefur hækkað um rúmlega þrjátíu krónur frá áramótum á Íslandi. AFP

Allar helstu eldsneytissölur landsins, nema Orkan, hafa hækkað verð á bensínlítra um sex krónur á tveimur dögum.

Á miðvikudaginn var lítraverð á bensíni undir 300 krónum á þremur af fimm stærstu þjónustuaðilunum. Nú eru allar stöðvarnar aftur komnar yfir þann múr.

Í kvöld, föstudag, hafa allir stærstu þjónustuaðilarnir hækkað verð um nákvæmlega 6 krónur á lítrann, nema Orkan sem hefur ekki breytt verði sínu síðan í gær, en á miðvikudag kostaði bensín þar 299,8 krónur á lítrann en degi síðar 303,8 krónur sem er hækkun um þrjár krónur.

Ódýrast í Costco, dýrast á N1

Atlantsolía, Olís, ÓB og N1 hafa hækkað lítraverð á bensíni um sex krónur síðan á miðvikudag.

Lítraverð af bensíni var 27. apríl hjá Atlantsolíu og ÓB 299,9 krónur, 302,8 krónur hjá Olís en dýrast hjá N1, 302,9 krónur, en er alls staðar 6 krónum hærra tveimur dögum síðar.

Enginn afsláttur er tekinn með í þessum tölum en eftir sem áður er ódýrasta bensínið í Costco, 267,8 krónur lítrinn, og er nú dýrast á N1, 308,9 krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK