Sólar flytja í Hafnarfjörð

Nýtt húsnæði Sólar í Hafnarfirði.
Nýtt húsnæði Sólar í Hafnarfirði.

Ræstingarfyrirtækið Sólar ehf. hefur flutt höfuðstöðvar sínar í gömlu póstdreifingarmiðstöðina að Dalshrauni 6 í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu, sem er það annað stærsta sinnar tegundar á landinu, starfa um 400 manns eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar, segir að ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu til að aðlaga það sem best að starfsemi fyrirtækisins.

„Húsnæðið er sérhannað fyrir reksturinn eftir að ráðist var í mikla greiningarvinnu á þörfum hverrar deildar fyrir sig. Skrifstofuaðstaðan er mun betri en við höfum áður kynnst og var lögð mikil áhersla á funda- og næðisrýmin, sem eru alls níu talsins,“ segir Þórsteinn í tilkynningunni.

Sólar ehf. hefur verið starfrækt frá árinu 2002 en á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru Reitir, Tækniskólinn og Íslandspóstur.

Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar.
Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK