Var ekki með miklar efasemdir

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á fundinum í dag.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á fundinum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra kannast ekki við að hafa haft miklar efasemdir í ráðherranefnd gagnvart útfærslu sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Hann kveðst vera þeirrar skoðunar að í ráðherranefnd hafi farið fram umræða um kosti og galla sölunnar og finnst honum ekki lýsandi að talað sé um efasemdir.

Þetta kom fram í máli ráðherra á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis þar sem hann sat fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka.

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra sagði í gær á Alþingi að bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar af þeirri aðferð sem var notið við söluna á bankanum sem fór fram 22. mars síðastliðinn.

Áhyggjur af sölunni í ráðherranefnd

Í viðtali við Morgunblaðið 11. apríl sagði Lilja Al­freðsdótt­ir viðskiptaráðherra að hún hefði ekki verið hlynnt þeirri aðferðafræði sem varð ofan á við söl­una á bréf­um í Íslands­banka. Kvaðst hún vera mót­fall­in því að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­festa og að hún hafi komið þess­um sjón­ar­miðum skýrt á fram­færi í aðdrag­anda útboðsins.

Hvers vegna var ekki tekið mark á rétt­mæt­um áhyggj­um og for­spá viðskiptaráðherra?“ spurði Hall­dóra Mo­gensen, þingmaður Pírata, sem beindi fyr­ir­spurn til Lilju á þingi í gær.

Hátt­virt­ur þingmaður bein­ir spurn­ingu til mín varðandi viðbrögð for­sæt­is­ráðherra og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra varðandi þær áhyggj­ur eða þær efa­semd­ir sem ég hafði um þessa aðferð. Ég get upp­lýst þingið um að þau höfðu líka þess­ar áhyggj­ur,“ sagði Lilja.

Gagnleg umræða

Á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun spurði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hverjar efasemdir ráðherra voru sem viðskiptaráðherra minntist á á þingi í gær. 

„Ég kannast ekki við að hafa verið með miklar efasemdir í nefndinni og ég tel ekki að það sé lýsandi fyrir umræðu í ráðherranefnd að þar hafi ráðherrar verið með mikla efasemd um að framkvæma útboðið. Þvert á móti þá er ég þeirrar skoðunar um að þar hafi farið fram gagnleg umræða um kosti og galla þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir,“ sagði Bjarni.

Búinn að svara spurningunni

Þorbjörg ítrekaði þá að hún væri að vísa í orð viðskiptaráðherra sem kvaðst hafa verið með miklar efasemdir um útboðið sem allar hafi ræst.

 „Þannig ég spyr, og hún nefnir það sérstaklega í gær...,“ segir Þorbjörg sem nær ekki að klára setninguna.

„Já ég get ekki mætt hingað til að svara fyrir annan ráðherra sko en allt í lagi,“ grípur Bjarni fram í.

„Nei ég er ekki að biðja þig um að svara fyrir annan ráðherra. Hún er að vísa til þinna efasemda og að öll ráðherranefndin hafi haft þessar efasemdir,“ segir Þorbjörg.

„Ég er búinn að svara þessu,“ segir Bjarni þá.

„Pólitískar áhyggjur“

Þegar Þorbjörg spyr hvort Lilja hafi verið að fara með rangt mál í gær segir Bjarni að hann telji að hún hafi verið að viðra pólitískar áhyggjur en ekki lagalegar áhyggjur. 

„Pólitískar áhyggjur af því hvernig menn geti viðhaldið góðum stuðningi meðal þjóðarinnar eftir því hvaða leið er farin. Og kannski er það það sem ráðherra er að vísa til að það hefur skapast mikið uppnám og moldviðri út af þessari framkvæmd, að það hafi ræst sem hún hafði áhyggjur af, að það væri erfiðara að viðhalda pólitískum stuðningi þegar að allur íslenskur almenningur ætti ekki aðild að framkvæmd útboðsins.“

Þorbjörg sagði þá áhugavert að það væri í grundvallaratriðum ólík lýsing meðal ráðherra hverjar umræðurnar voru á fundum ráðherranefndar, sem þrír ráðherrar sitja.

„Eða menn kjósa að túlka eins og þeim hentar best,“ sagði Bjarni þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK