Samkaup gerir breytingar á framkvæmdastjórn

Í efri röð eru þau: Hallur Geir Hreiðarsson og Gunnur …
Í efri röð eru þau: Hallur Geir Hreiðarsson og Gunnur Líf Gunnarsdóttir. Í þeirri neðri eru þau: Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Stefán Ragnar Guðjónsson. Ljósmynd/Aðsend

Gunnar Egill Sigurðsson, nýskipaður forstjóri Samkaupa, kynnti í dag breytingar á framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Inn kemur nýr framkvæmdastjóri auk þess sem breytingar eru á verkaskiptingu innan framkvæmdastjórnarinnar. 

Hallur Geir Heiðarsson mun taka við sem framkvæmdastjóri innkaupa- og vörustýringasviðs og kemur nýr inn í framkvæmdastjórn Samkaupa. Undir sviðið heyra vöruhús og innkaupasamningar. Hallur hefur unnið hjá Samkaupum í 25 ár og sinnt þar margvíslegum störfum en frá árinu 2013 hefur hann gegnt starfi rekstrarstjóra Nettó. Hallur er í viðskiptafræðinámi við Háskólann á Bifröst, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. 

Gunnur Líf Gunnarsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs auk þess sem hún verður staðgengill forstjóra. Undir sviðið heyra mannauðsmál, ytri og innri samskipti og samfélagsleg ábyrgð. Gunnur er með B.ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Gunnur hefur starfað sem framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa frá árinu 2018.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir verður framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs. Undir sviðið heyra öll fjármál og eftirlit með rekstri félagsins ásamt upplýsingatæknimálum. Heiður er með B.A. gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Heiður hefur starfað sem fjármálastjóri Samkaupa frá árinu 2020.

Stefán Ragnar Guðjónsson tekur við sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Undið sviðið heyrir kjarnastarfsemi félagsins sem eru verslanir Samkaupa undir vörumerkjunum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Stefán Ragnar hefur unnið hjá Samkaupum í 25 ár. Hann hóf stjórnendaferil sinn sem verslunarstjóri hjá félaginu árið 1997 en starfaði síðast sem framkvæmdastjóri innkaupasviðs. Hann er með B.A. gráðu í viðskiptafræði og MBA gráðu í Retail Management frá Stirling háskólanum í Skotlandi, segir ennfremur í tilkynningu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK