Skipulagsbreytingar hjá Wise

Starfsmannabreytingar hafa verið gerðar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise.
Starfsmannabreytingar hafa verið gerðar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise. Ljósmynd/wise.is

Samhliða vexti á hugbúnaðarfyrirtækinu Wise hefur fjölgað í starfsmannahópnum og skipulagsbreytingar verið gerðar í takt við áherslur Wise.

Gunnar Ingi Traustason er nýr í framkvæmdastjórn Wise og fer fyrir nýju sviði vöruþróunar, en samhliða ráðningu Gunnars hefur framkvæmdastjórum verið fækkað úr sex í fjóra.

Tinni Kári Jóhannesson kemur einnig nýr inn til Wise og fer fyrir mannauðsmálum en það svið heyrir undir fjármálasvið félagsins sem Elín Málmfríður Magnúsdóttir stýrir og er ný staða hjá félaginu.

Gunn­ar Ingi Trausta­son,Tinni Kári Jóhannesson, Björn Þórhallsson og Hallgerður Jóna …
Gunn­ar Ingi Trausta­son,Tinni Kári Jóhannesson, Björn Þórhallsson og Hallgerður Jóna Elvarsdóttir. Ljósmynd/samsett

Björn Þórhallsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölusviðs félagsins en Björn hefur starfað á sölusviði Wise frá árinu 2005 og nú síðast sem sölustjóri fyrir Ísland.

Hallgerður Jóna Elvarsdóttir hefur samhliða verið ráðin inn sem sölustjóri en hún starfaði hjá Wise á árunum 2013-2018.

Wise er sjálfstætt starfandi hugbúnaðarhús sem er í eigu Adira og er söluaðili Microsoft Dynamics 365 Business Central bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK