Arðsemi Íslandsbanka umfram spár

Stjórnunarkostnaður nam 5,8 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2022 sem …
Stjórnunarkostnaður nam 5,8 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2022 sem er lækkun um 0,3% frá fyrsta ársfjórðungi 2021. Bankinn segir að það megi rekja til hagræðingar í rekstri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 5,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Arðsemi eigin fjár var 10,2% á ársgrundvelli, sem er yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Helstu ástæður góðrar afkomu eru sterk tekjumyndun, aðhald í rekstri og jákvæð virðisbreyting útlána.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Hreinar vaxtatekjur jukust um 12,4% á milli ára og námu 9,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 samanborið við 8,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka skýrist hækkunin á milli ára af stækkun lánasafns bankans og hærra vaxtaumhverfis. Vaxtamunur nam 2,6% á fyrsta ársfjórðungi 2022 samanborið við 2,4% á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Hreinar þóknanatekjur jukust

Þá jukust hreinar þóknanatekjur um 7,1% á milli ára og námu samtals 3,1 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2022 samanborið við 2,9 milljörðum króna áfyrsta ársfjórðungi 2021.

Bankinn segir auknar tekjur í greiðslumiðlun, eignastýringu, fjárfestingarbanka og verðbréfa- og gjaldeyrismiðlun hafa leitt hækkunina.

„Kostnaður stóð í stað samanborið við sama fjórðung í fyrra þrátt fyrir 6,1% verðbólgu á fjórðungnum en markmið okkar er að kostnaður á árinu 2022 verði á svipuðum stað og í fyrra. Útlán til viðskiptavina jukust um 2% frá áramótum sem er í takt við markmið okkar um vöxt í takt við nafnhagvöxt,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra Íslandsbanka í tilkynningunni.

Einnig kemur fram að eigið fé bankans hafi numið 197,2 milljörðum króna í lok mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK