Áreiðanleikakönnun vegna sölu klárist í haust

Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá árinu 2017.
Kísilverið í Helguvík hefur ekki verið starfrækt frá árinu 2017. mbl.is/Árni Sæberg

Áformað er að ljúka áreiðanleikakönnun vegna mögulegra kaupa á kísilverksmiðjunni í Helguvík í haust. Þetta kemur fram í ársfjórungsuppgjöri Arion banka, en bankinn fékk verksmiðjuna í fangið eftir að hún varð gjaldþrota í janúar 2018.

Í janúar á þessu ári var greint frá því að PCC SE, meirihlutaeigandi PCC BakkiSilicon hf, sem rekur kísilverið á Bakka, hefði áhuga á að kaupa kísilverksmiðjuna í Helguvík og hefði undirritað viljayfirlýsingu um möguleg kaup.

Í ársfjórðungsuppgjöri Arion segir að áreiðanleikakönnunin sé nú í vinnslu og að stefnt sé að því að ljúka henni á þriðja ársfjórðungi.

Samkvæmt uppgjöri Arion er eign bankans nú metin á 1,37 milljarða, en var um síðustu áramót metin á 1,55 milljarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK