Íslenskt fyrirtæki þróar lífplashúð

Julie Encausse, framkæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Marea og Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins …
Julie Encausse, framkæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Marea og Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs, hafa skrifað undir samning um þróun á lífplasthúð fyrir matvæli úr þörungahrati. aðsend

Líftæknifyrirtækið Algalíf Iceland ehf. hefur skrifað undir samning við sprotafyrirtækið Marea ehf. um þróun á lífplasthúð úr þörungahrati. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Algalíf sem fagnar tíu ára afmæli í dag.

Skref að aukinni sjálfbærni á Íslandi

Í tilkynningunni segir að um sé að ræða næfurþunna lífniðurbrjótanlega (e. biodegradable) húð um matvæli sem muni bæði minnka plastnotkun og draga úr matarsóun með því að auka geymsluþol matvæla.

Þá kemur fram að þessi nýting sé nýnæmi og geti orðið mikilvægt skref til aukinnar sjálfbærni á Íslandi sem og innlegg í verðmætaskapandi hringrásarhagkerfi framtíðarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK