Sjö milljarða króna fjármögnun

Ólafur Viggósson, framkvæmdastjóri vöruþróunar- og tæknisviðs Sidekick Health.
Ólafur Viggósson, framkvæmdastjóri vöruþróunar- og tæknisviðs Sidekick Health. Árni Sæberg

Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur lokið við rúmlega 55 milljóna Bandaríkjadala fjármögnun, jafnvirði sjö milljarða króna, en samtals hefur fyrirtækið frá stofnun árið 2013 sótt tíu milljarða króna í hlutafé.

Fjármögnunin núna er leidd af fjárfestingarfélaginu Novator og mun starfsmaður þess og meðeigandi, Birgir Már Ragnarsson, taka sæti í stjórn Sidekick Health.

Stórt bandarískt tryggingafyrirtæki meðal fjárfesta

Í tilkynningu frá félaginu segir að meðal þeirra sem leggja því til fé í þessari umferð sé eitt stærsta sjúkratryggingarfyrirtæki Bandaríkjanna, en fyrirtækið er jafnframt stór viðskiptavinur Sidekick Health. Aðrir fjárfestar eru erlendu vísissjóðirnir Wellington Partners og Asabys Partners, sem leiddu 20 milljóna dala fjármögnun fyrirtækisins árið 2020, auk Frumtaks Ventures.

Markmið fjármögnunarinnar er samkvæmt tilkynningunni að styðja við áframhaldandi vöruþróun og vöxt, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Í tilkynningunni segir að félagið hafi sett upp starfsstöðvar í Berlín, Boston og Stokkhólmi og starfsmannafjöldinn hafi aukist úr rúmlega 30 í 150 á síðustu tveimur árum. Mest hefur aukningin verið hér á landi, samkvæmt tilkynningunni, en nú starfa um 130 manns hjá félaginu í höfuðstöðvunum á Íslandi.

Breyta því hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt

Ólafur Viggósson, framkvæmdastjóri vöruþróunar- og tæknisviðs Sidekick Health, segir í samtali við Morgunblaðið að hlutafjáraukningin sé mjög mikil í samanburði við það sem gengur og gerist í heimi heilbrigðistækninnar. „Þetta gefur okkur tækifæri til að gera það sem gera þarf til að breyta því hvernig heilbrigðisþjónusta er veitt. Þetta er gríðarlega mikið af peningum sem við þurfum nú að koma í góða vinnu, sem er mikil áskorun,“ segir Ólafur.

Hann segir að fjármagnið verði notað til að fjölga enn starfsmönnum og byggja upp starfsstöðvar alþjóðlega.

Lokatakmarkið er að fólk gangi út með Sidekick-appið í hendinni …
Lokatakmarkið er að fólk gangi út með Sidekick-appið í hendinni eftir heimsókn til læknis. Árni Sæberg

Spurður nánar út á hvað Sidekick Health gangi segir Ólafur að lokatakmarkið sé að fólk gangi út með Sidekick-appið í hendinni eftir heimsókn til læknis. Inni í appinu verði meðferðin við sjúkdómnum tilbúin og læknirinn fylgist með á hinum endanum, veiti leiðbeiningar, leiði sjúklinginn í gegnum hvern einasta dag og segi hvaða skref eru nauðsynleg til að ná bata.

Lestu ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK