Stuttbuxur og pils seljast vel

Svo mikil fjölgun hefur orðið í golfíþróttinni að þörf er …
Svo mikil fjölgun hefur orðið í golfíþróttinni að þörf er á fleiri golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu að mati Rafns Stefáns Rafnssonar hjá Erninum. mbl.is/Árni Sæberg

Eftir mikla sprengingu í golfiðkun í faraldrinum fer golfsumarið í ár af stað með látum, að sögn verslunarstjóra golfbúða.

„Viðskiptin ganga vel. Þetta byrjar með látum,“ segir Rafn Stefán Rafnsson, verslunastjóri golfverslunarinnar Arnarins, í samtali við ViðskiptaMogga.

Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu fjölgaði iðkendum golfíþróttarinnar mjög í covid-faraldrinum þegar fólk leitaði í afþreyingu innanlands þegar ferðir til útlanda lögðust nær alfarið af. Rafn segir að í faraldrinum hafi Örninn tengt mikla verslun hér heima við að fólk hafi ekki getað ferðast til útlanda. Honum sýnist nú að það sé ekki endilega málið. Fólk vilji hreinlega kaupa golfvörur heima.

Helst hökt á sérpöntunum

Magnús Lárusson, verslunarstjóri Prósjoppunnar, segir að staðan sé góð. „Við erum tveggja ára um þessar mundir og höfum sloppið ótrúlega vel í gegnum þennan tíma. Við höfum verið heppnir með að fá vörur og biðtími er ekkert allt of langur. Þetta lítur vel út fyrir sumarið.“

Hann segir að það séu helst sérpantanir sem séu að stríða þeim. „Það helst í hendur við hráefnisskort á stáli í heiminum.“

Hann tekur í sama streng og Rafn með golfferðirnar.

„Þegar losnaði um þær ferðir þá fóru hlutir eins og stuttbuxur og pils að hreyfast loksins. Það hefur verið mikil sala í því bæði fyrir áramót og núna í vor.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK