Vextir hækkað víðar en á Íslandi

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er ekki bara á Íslandi þar sem stýrivextir eru að hækka, því flestir seðlabankar heims hafa á undanförnum vikum og mánuðum hækkað stýrivexti sína.

Seðlabanki Íslandi tilkynnti í vikunni að stýrivextir myndu hækka um eitt prósentustig, upp í 3,75%.

Þá hækkuðu vextir bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi í vikunni, í Bandaríkjunum um 0,5 punkta upp í 1% og í Bretlandi um 0,25 punkta, einnig upp í 1%. Þá hækkuðu vextir einnig í Ástralíu, í Póllandi, í Tékklandi og í Chile. Vextir í Nýja Sjálandi hafa einnig hækkað á þessum ársfjórðungi og það sama á við um Kanada, Ísrael, Ástralíu og Svíþjóð.

Seðlabankinn hefur nú birt á vef sínum yfirlit yfir vaxtabreytingar OECD ríkja og breytingar frá ársbyrjun 2021.

Myndin sýnir breytingar seðlabankavaxta í OECD-löndum frá ársbyrjun 2021.
Myndin sýnir breytingar seðlabankavaxta í OECD-löndum frá ársbyrjun 2021.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK