Fanney nýr þjónustustjóri hjá Póstinum

Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í …
Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Ljósmynd/Íslandspóstur

Fanney Bergrós Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra í þjónustuveri Póstsins. Þjónustuver Póstsins er staðsett á Akureyri en þar starfaði Fanney áður sem bakvinnslufulltrúi.

Í tilkynningu segir að helstu verkefni þjónustustjóra séu að leiða þjónustuverið, hafa eftirlit með gæðum þjónustunnar, að veita tæknilega aðstoð og ráðgjöf til viðskiptavina, innleiða breytingar og ný verkefni og annast verklag ásamt margvíslegum samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila.

„Það er frábært að taka við starfi þjónustustjóra á þessum tímapunkti. Fyrirtækið er í mikilli sókn og það eru spennandi tímar fram undan,“ er haft eftir Fanneyju í tilkynningu. 

Hún segist einnig hlakka til að takast við þau fjölbreyttu verkefni sem ráðast þurfi í á sviði þjónustu ásamt því að annast dagleg störf með mínu dásamlega þjónustuveri 

Fanney hefur mikla þekkingu á starfsemi Póstsins enda hefur hún starfað hjá fyrirtækinu síðan í ágúst árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK