Unnur, Guðrún og Dóra kjörnar í stjórn FKA

Ný stjórn FKA, aðal- og varakonur.
Ný stjórn FKA, aðal- og varakonur.

Unnur Elva Arnardóttir sem gengt hefur hlutverki varaformanns FKA var endurkjörin í stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) til tveggja ára í síðustu viku og með henni Guðrún Gunnarsdóttir og Dóra Eyland til tveggja ára. Sigrún Jenný Barðadóttir kemur inn sem varakona til eins árs ásamt Írisi Ósk Ólafsdóttur. Elfur Logadóttir var ein í framboð til stjórnar í eitt ár og var því sjálfkjörin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá FKA

Á aðalfundi félagsins í vikunni var kosið um þrjú sæti til tveggja ára í stjórn og eitt sæti til eins árs í stjórn. Tvær konur til viðbótar tóku sæti varakonu til eins árs.

Stjórnarkonur sem voru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og halda áfram eru þær Edda Rún Ragnarsdóttir, Katrín Kristjana Hjartardóttir og formaður FKA Sigríður Hrund Pétursdóttir.  

Vigdís Jóhannsdóttir hefur lokið tveggja ára stjórnarsetu í félaginu og Elísabet Tanía Smáradóttir lokið ári sem varakona stjórnar FKA og þakkar FKA þeim innilega vel fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK