Aztiq eignast Adalvo að fullu

Róbert Wessman er stjórnarformaður Lotus og Adalvo en hann er …
Róbert Wessman er stjórnarformaður Lotus og Adalvo en hann er einnig stjórnarformaður og forstjóri Alvogen og stofnandi Aztiq og Alvotech.

Félögin Aztiq og Innobic Asia (Innobic), undir nafninu Aztiq II HoldCo, hafa tekið við 100% hlut í Alvogen Emerging Markets Holding Limited (AEMH) af Alvogen Lux Holding Sarl (Alvogen) en AEMH á leiðandi hlut í Lotus Pharmaceutical og á Adalvo að fullu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aztiq.

„Aztiq II HoldCo er þar með orðinn leiðandi hluthafi í alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Lotus Pharmaceutical og hefur eignast Adalvo að fullu. Aztiq, með Róbert Wessman í broddi fylkingar, annast rekstur Aztiq II HoldCo. Þá verður Róbert Wessman áfram stjórnarformaður Lotus og Adalvo,“ segir í tilkynningunni.

Nýja félagið stefnir á áframhaldandi þróun og vöxt Lotus og Adalvo á alþjóðavettvangi.

„Ég er afar stoltur af því starfi sem unnið hefur verið bæði hjá Lotus og Adalvo og það er ánægjulegt að sjá hve þau hafa vaxið og dafnað að undanförnu,“ er haft eftir Róberti í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK