Bandaríkin að missa tæknistörfin úr landi

Forstjóri Airbnb segir að hefðbundin skrifstofuvinna heyri sögunni til.
Forstjóri Airbnb segir að hefðbundin skrifstofuvinna heyri sögunni til. AFP

Fulltrúar ýmissa tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum munu í þessari viku ræða við þingmenn þar í landi til að ræða skort á tæknimenntuðu starfsfólki. Tillaga fyrirtækjanna er að Bandaríkin slaki á innflytjendastefnu sinni og gefi aukið svigrúm fyrir sérfræðinga til að flytja til landsins. Að öðrum kosti muni ýmis tæknistörf flytjast úr landi.

Í frétt Wall Street Journal (WSJ) af málinu segir að störf sem hægt er að vinna í fjarvinnu hafi aukist um 420% frá því í byrjun árs 2020. Bandarísk yfirvöld gefa út 65 þúsund atvinnutengd landvistarleyfi á ári en sú tala hefur ekki breyst frá árinu 2005 samkvæmt frétt WSJ. Á sama tíma hefur Kanada fjölgað atvinnutengdum landvistarleyfum til muna. Í Toronto í Kanada hafa orðið til rúmlega 80 þúsund tæknistörf frá árinu 2016, meira en í nokkurri annarri borg í Norður-Ameríku.

Tæknifyrirtæki telja að sú þróun, þar sem erlendum aðilum er gert erfitt um vik að lifa og starfa í Bandaríkjunum, muni skerða samkeppnishæfni þeirra til lengri tíma.

Airbnb fer aðra leið

Það eru þó ekki öll fyrirtæki sem vilja fjölga staðbundnum störfum. Ummæli Brians Cheskys, forstjóra Airbnb, vöktu athygli í vikunni, en hann sagði að hefðbundin skrifstofuvinna heyrði sögunni til. Ummælin komu til í kjölfar þess að Airbnb lýsti því yfir að fyrirtækið myndi leyfa starfsmönnum sínum að vinna í fjarvinnu til frambúðar. Þannig gæti hver sem er hvar sem er í heiminum unnið fyrir fyrirtækið.

Hann gagnrýndi fyrirtæki á borð við Google og Apple, sem leyfa starfsmönnum sínum að vinna heima hluta vikunnar en gera þeim skylt að mæta á skrifstofu aðra daga og sagði að það fyrirkomulag yrði fljótt úrelt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK