Margir tilbúnir að breyta til

Faraldurinn var áskorun fyrir kennara, nemendur og stjórnendur segir Kristbjörg …
Faraldurinn var áskorun fyrir kennara, nemendur og stjórnendur segir Kristbjörg Edda.

Mba-nám hefur notið mikilla vinsælda hér á landi frá því að byrjað var að bjóða upp á það um og eftir síðustu aldamót. Það er nú í boði hjá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar sem fer fyrir MBA-námi Háskóla Íslands, segist í samtali við ViðskiptaMoggann finna fyrir miklum áhuga á náminu en umsóknarfrestur fyrir haustönn rennur út 18. maí. „Við erum að taka viðtöl við umsækjendur og kynna námið. Fólk hefur greinilega haft góðan tíma í faraldrinum til að hugsa sinn gang og margir eru tilbúnir að breyta til,“ segir Kristbjörg.

Fjöldinn mismikill milli ára

Spurð um fjölda þeirra sem teknir verða inn í námið segir Kristbjörg að hann geti verið mismikill á milli ára. Það sé enda ekki hann sem skipti mestu máli heldur gæði umsóknanna. „Það er áskorun að setja saman góðan nemendahóp. Við viljum að hann sé fjölbreyttur og þar sé fólk með góða og margvíslega reynslu því nemendur læra ekki síst hver af öðrum í náminu.“

Ýmsar ástæður eru fyrir því að fólk fer í MBA-nám en að sögn Kristbjargar eru breytingar hraðari nú en áður og mikilvægi símenntunar því sífellt meira. „Fólk sér í auknum mæli tækifæri til að byggja upp meira en einn starfsframa, söðla um og styrkja sig í starfi.“

Kennarar í MBA-náminu eru bæði kennarar úr viðskiptadeild HÍ ásamt fólki úr atvinnulífinu. „Auk þess erum við í samstarfi við Yale og IESE í Barcelona en nemendur fara í tvær námsferðir til útlanda. Svo er eitt námskeið haldið hér heima í samvinnu við aðila sem starfa við Portes Institute í Harvard. Með þessu búum við til mjög sterkar tengingar við útlönd.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK