Skráning Alvotech á markað í sjónmáli

Róbert Wessman forstjóri og stofnandi Alvotech.
Róbert Wessman forstjóri og stofnandi Alvotech.

Gert ráð fyrir að sameiningu íslenska lyftæknilyfjafyrirtækisins Alvotech og sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corp II. (OACB) verði lokið um miðjan júní samkvæmt fréttatilkynningu frá Alvotech. 

Skráning Alvotech á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi er því í sjónmáli. Auðkenni fyrirtækisins á markaði verður ALVO. 

Boðað hefur verið til hluthafafundar í OACB hinn 7. júní þar sem leitað verður endanlegs samþykkis fyrir samrunanum. 

Um fyrirtækin segir í tilkynningunni: 

„Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech var stofnað árið 2013 og hefur það að markmiði að verða leiðandi í framleiðslu og dreifingu líftæknihliðstæðulyfja. Allir þættir í framleiðslunni eru í höndum fyrirtækisins sjálfs til að tryggja hámarksgæði. Höfuðstöðvar og hátæknisetur Alvotech, sem staðsett er í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri, eru búin fullkomnustu tækjum og búnaði til þróunar og framleiðslu líftæknilyfja. 

Oaktree Acquisition Corp. var stofnað til að vinna með framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum í hröðum vexti og auðvelda þeim inngöngu á hlutabréfamarkað. Með því að nýta þekkingu og reynslu Oaktree, sem var með 164 milljarða Bandaríkjadala í stýringu í lok fyrsta ársfjórðungs 2022, getur Oaktree Acquisition Corp. veitt úrvals ráðgjöf og stuðning til þeirra fyrirtækja sem það vinnur með, byggt á markmiði um langtímasamstarf og verðmætasköpun.“




mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK