Umbrot á markaði

mbl.is/Sigurður Bogi

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, spáir leiðréttingu á íbúðamarkaði með því að bilið minnki milli byggingarkostnaðar og söluverðs. Þá kunni hærri fjármagnskostnaður og minna aðgengi að lánsfé að skerða aðgengi vissra hópa að markaðnum.

„Það eru gríðarlegar hækkanir fram undan á aðföngum og öllum kostnaðarliðum, sem sér ekki fyrir endann á,“ segir Þorvaldur sem kveðst þó ekki sannfærður um að verð nýrra íbúða muni hækka.

Hækkar byggingarkostnað

„Ég er ekki viss um að íbúðaverð muni hækka. Ég tel líklegast að framleiðslukostnaðurinn muni fylla upp í bilið sem varð til með þessum hækkunum á söluverðinu,“ segir Þorvaldur og bendir á lóðaskort.

„Við getum bætt við töluverðu byggingarmagni íbúðarhúsnæðis en okkur vantar lóðir og gengur alls ekki vel að finna þær.“

ÞG Verk mun setja um 430 íbúðir í sölu í ár og er ætlað söluverðmæti um 21 milljarður króna. Er þá miðað við að hver íbúð kosti 50 milljónir en það gæti verið varlega áætlað. Fjöldi fólks skráði sig a sölulista ÞG Verks.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK