Hlutur sjálfsafgreiðslu 30%

Starfsmenn fá tilkynningu ef áfengi er skannað og þurfa að …
Starfsmenn fá tilkynningu ef áfengi er skannað og þurfa að samþykkja að viðskiptavinur hafi náð tilskildum aldri. Hanna Tryggvadóttir

Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir hlutfall sjálfsafgreiðslu í komuverslun á Keflavíkurflugvelli vera komið í 30%. Sjö hefðbundnir afgreiðslukassar eru í komusalnum og sex sjálfsafgreiðslukassar.

„Við settum upp fyrstu sjálfsafgreiðslukassana í fyrravor. Við byrjuðum að undirbúa þetta í byrjun árs 2021 og töldum það heppilegan tíma til að fá reynslu af þessu. Það voru enda fáir farþegar á þessum tíma og við vissum ekki hvernig farþegafjöldinn myndi þróast eða hvenær kórónuveirufaraldrinum lyki.

Raðirnar voru gjarnan langar

Þegar mest var að gera árin 2018 og 2019 mynduðust gjarnan langar raðir við afgreiðslukassana í komuverslun. Því fórum við að leita leiða til að fjölga afgreiðslukössum og flýta afgreiðslunni. Við litum fyrst og fremst á hópinn sem ferðast oft, áhafnir og aðra farþega sem eru kannski ekki með jafn stóra körfu og þeir sem ferðast sjaldnar. Við ákváðum að þetta væri besta leiðin en það hefur orðið gríðarleg sjálfvirknivæðing í afgreiðslu í verslunum og margir hafa innleitt tæknina á Íslandi og í nágrannalöndunum. Fólk er því farið að þekkja þetta vel. Reynslan hefur verið mjög góð. Það hefur verið stígandi í notkun sjálfsafgreiðslu hjá okkur.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK