Við erum föst í magnhugsuninni

Jón vill að Íslendingar sæki meira virði út. Þeir hafi …
Jón vill að Íslendingar sæki meira virði út. Þeir hafi getuna til þess. Kristinn Magnússon

Jóni Björnssyni forstjóra Origo er ofarlega í huga hvernig hægt er að ná meiri verðmætum til Íslands. Í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann segir hann að Íslendingar eigi að vera óhræddari við að sækja meira virði frá útlöndum. „Af hverju búum við ekki til fleiri íslensk vörumerki sem geta staðið sig í samkeppni erlendis? Þar liggja hin raunverulegu verðmæti. Horfum á lönd eins og Svíþjóð. Þeir eiga tvö af flottustu smásölumerkjum í heiminum í dag, H&M og IKEA, og tvö af flottustu fyrirtækjum nýja hagkerfisins einnig, streymisveituna Spotify og fjártæknifyrirtækið Klarna. Afhverju ná Svíar allri virðisaukningunni til sín frá A til Ö en við förum sjaldnast lengra en á hrávörustigið?“ spyr Jón.

Hann segir að íslenski ferðamannaiðnaðurinn sé gott dæmi. Þar sé allt hugsað út frá magni, en Íslendingar þurfi að byrja að hugsa út frá virði. Þar á Jón ekki við að það þurfi endilega betur borgandi ferðamenn, heldur þurfi að skoða markaðssetninguna, hvaðan ferðamennirnir komi, hvað þeir vilji kaupa og hvenær. „Við getum gert miklu betur þarna. Við erum föst í magnhugsuninni.“

Jón segir að þetta snúist ekki endilega um beina fjármuni heldur að því langtímavirði sem fólkið í landinu fær út úr starfseminni. „Eins og oft hefur verið rætt um þá erum við sjómenn og sækjum á miðin þegar vel viðrar. Við verðum að fara að hugsa öðruvísi.“

Þá finnst Jóni að umræðu skorti um málefnið bæði í viðskiptalífinu og hjá stjórnmálamönnum. Skammtímahugsun sé inngreypt í genamengi landans.

Lestu samtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK