Mest um laus störf í byggingariðnaði

Frá framkvæmdum í miðborginni.
Frá framkvæmdum í miðborginni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hlutfallslega hefur mest verið um laus störf í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð frá 2019 til fyrsta ársfjórðungs í ár.

„Þar hafa laus störf verið að meðaltali 6,4% af störfum í greininni á þessu tímabili. Byggingarstarfsemi er ekki fjölmenn grein, en þar voru um 1.000 laus störf á 1. ársfjórðungi 2022,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Þar kemur fram að baráttan við atvinnuleysi hafi gengið vel á síðastliðni ári. Þannig hafi skráð skráð atvinnuleysi dregist saman úr 11,6% frá janúar 2021 í 4,5% í apríl í ár, eða um 7,1 prósentustig.

„Forsenda þess að minnka megi atvinnuleysi er að ný störf verði til og að fólk sé tilbúið að ganga í þau störf. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að töluvert sé um atvinnuleysi og laus störf á sama tíma þar sem ekki er gefið að eftirspurn sé eftir þeim störfum sem eru laus eða að nægt framboð sé eftir störfum sem óskað er eftir. Þarna koma t.d. landfræðilegir þættir inn í myndina, menntun fólks og sérhæfing, þannig að framboð og eftirspurn mætast yfirleitt ekki fullkomlega,“ segir í Hagsjánni. 

„Samkvæmt fyrirtækjakönnun Hagstofunnar voru laus störf um 6.400 á fyrsta ársfjórðungi í ár og hafði fjölgað á milli ársfjórðunga og voru mun fleiri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi lausra starfa var rúmlega 1% af heildarfjölda starfa þegar allt var í góðum gangi í hagkerfinu og er núna í kringum 3%. Meðalhlutfall lausra starfa af heildarfjölda starfa hefur verið 2,2% frá 1. ársfjórðungi 2019 til sama tíma 2022. Þá eru laus störf töluvert fleiri nú en fyrir farsóttina.“

22.400 laus störf í ferðaþjónustu

Í Hagsjánni segir að spurn eftir starfsfólki hafi verið mjög mismunandi eftir greinum frá árinu 2019.

„Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sker sig nokkuð úr í þessu sambandi, en þar hafa laus störf verið að meðaltali 6,4% af störfum í greininni á þessu tímabili. Byggingarstarfsemi er ekki fjölmenn grein, en þar voru um 1.000 laus störf á 1. ársfjórðungi 2022. Á þessu tímabili var skortur á starfsfólki hlutfallslega næst mestur í ýmissi sérhæfðri þjónustu, en þar voru laus störf að meðaltali 4,5% af öllum störfum.“

Þá voru að meðaltali laus störf í einkennandi greinum ferðaþjónustu 3,1% á tímabilinu frá upphafi ársins 2019 fram til 1. ársfjórðungs í ár, en þá voru laus störf um 22.400, sem var þá um 11% allra lausra starfa í hagkerfinu öllu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK