Þrír kjörnir í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins

Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Arion banka.
Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír hlutu kjör sem aðalmenn í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins til þriggja ára í gærkvöldi á ársfundi sjóðsins, sem fram fór í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni.

Kjörið fór fram rafrænt og gátu sjóðsfélagar ýmist mætt á staðinn eða fylgst með honum í vefstreymi.

Elín Þórðardóttir hlaut flest atkvæði í stjórn lífeyrissjóðsins, með alls 28,1 prósent atkvæða.

Þá hlaut Elías Jónatansson einnig kjör í stjórn með 26,3 prósent atkvæða og Jón Guðni Kristjánsson sömuleiðis með 23,1 prósent atkvæða. Þau hafa öll áður setið í stjórn sjóðsins.

Aðrir sem buðu sig fram en hlutu ekki kjör voru Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir með 8,1 prósent atkvæða og Yngi Harðarson með 14,4 prósent atkvæða.

Engin atkvæði voru auð eða ógild.

Þrjú framboð bárust í varastjórn sjóðsins og voru Haraldur Pálsson, Lilja Bjarnadóttir og Sigurður H. Ingimarsson sjálfkjörin í hana.

Fyrir fundinum lágu einnig tillögur að smávægilegum breytingum á samþykktum sjóðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK