Mun Reðasafnið ná fullri reisn á ný?

Sigurður Hjartarson, stofnandi Reðasafnsins, og Hjört­ur Gísli Sig­urðsson, sonur hans …
Sigurður Hjartarson, stofnandi Reðasafnsins, og Hjört­ur Gísli Sig­urðsson, sonur hans og forstöðumaður þess nú, til hægri. mbl.is/HAG

Hið Íslenzka Reðasafn er nýjasti þáttur úr smiðju Pyngjunnar en í þættinum fara þeir Arnar Þór og Ingvi Þór yfir sögu og rekstur safnsins en það er fyrir löngu orðið þjóðargersemi íslendinga.

Safnið, sem stofnað er af Sigurði Hjartarsyni, hefur verið starfrækt frá árinu 1997 en þó nær söfnun Sigurðar á limum talsvert lengra aftur þar sem Sigurður fékk að gjöf nautsreður ungur að árum. Fram að árinu 1997 hafði Sigurður safnað um 60 limum og sló þá til og opnaði safnið. Samkvæmt ársreikningum félagsins var þó heldur rólegt fyrstu árin.  

Reykjavíkurborg hafnaði safninu

Árið 2003 reyndi Sigurður að selja safnið og jafnvel gefa það til Reykjavíkurborgar, en hvorki gekk né rak að losa reksturinn. Sigurður flutti því til Húsavíkur og rak þar safnið til ársins 2011 þegar Hjörtur, sonur Sigurðar, tók við rekstrinum. Þá flutti safnið aftur til Reykjavíkur og hefur verið þar síðan.

Reksturinn blómstrar í Reykjavík

Síðan safnið var flutt aftur til Reykjavíkur má segja að einhvers konar sprenging hafi átt sér stað, en fjöldi safngesta hefur vaxið gríðarört síðustu ár. Segja má að toppnum hafi verið náð á árunum 2018 og 2019, rétt áður en Covid-19 heimsfaraldurinn skall á. Þessi tvö ár velti safnið rúmum 317 milljónum og nam hreinn hagnaður rúmum 111 milljónum samanlagt.

Mikill samdráttur í heimsfaraldri

Haft er eftir Sigurði í viðtali að lang stærstur hluti safngesta séu erlendir ferðamenn. Það kom glögglega í ljós í heimsfaraldri þegar takmarkaður ferðamannafjöldi var hér á landi, en skv. ársreikningi safnsins frá árinu 2020 var 72% samdráttur á tekjum og nam tap þess um 55 milljónum króna. Eigendur safnsins virðast þó hafa tekið nokkuð skynsamlegar ákvarðanir síðustu árin fyrir heimsfaraldur, en engar langtímaskuldir er að finna í ársreikningum þess og sömuleiðis hefur lausafjárstaða félagsins verið gríðarlega sterk - svo það lítur út fyrir að Hið Íslenzka Reðasafn hafi náð að standa af sér helsta Covid-storminn.

Þátturinn er aðengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Arnar Þór Ólafsson og Ingvi Þór Georgsson, umsjónarmenn Pyngjunnar.
Arnar Þór Ólafsson og Ingvi Þór Georgsson, umsjónarmenn Pyngjunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK