Þórunn nýr forstöðumaður hjá Isavia

Þórunn Marinósdóttir.
Þórunn Marinósdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Þórunn Marinósdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður viðskiptatekna og sölu hjá Isavia þar sem hún ber ábyrgð á tekjum Isavia, öðrum en flugtengdum tekjum, sem eru t.a.m. af verslun og þjónustu, bílastæðum, samgöngum og fasteignum.

Áður starfaði Þórunn hjá Ásbirni Ólafssyni sem aðfanga- og gæðastjóri. Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri sölu og ráðgjafar hjá Líflandi, þar sem hún rak meðal annars fimm verslanir fyrirtækisins ásamt því að leiða söludeildir á landbúnaðarsviði og matvælasviði. Þórunn starfaði í 20 ár hjá Eimskip, lengst af sem forstöðumaður viðskiptaþjónustu.

Þórunn lauk námi í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. Hún hefur þegar hafið störf, að því er segir í tilkynningu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK