Ekki von á mikilli fjárfestingu í ferðaþjónustu

Seðlabankastjóri telur ekki víst að ferðaþjónustan muni sækja mikið af auknu lánsfé á komandi árum til frekari uppbyggingar. Í viðtali í Dagmálum í dag segir hann mögulegt að aftur geti komið bakslag í greininni.

„Það getur komið bakslag í þetta aftur. Það er ekki ólíklegt að bandaríski seðlabankinn verði að þrýsta hagkerfinu í hálfgerða niðursveiflu til að ná tökum á verðbólgunni. Þá minnkar ferðaviljinn.“

Náði vopnum sínum furðufljótt

Hann segir að eigið fé greinarinnar hafi þurrkast upp í faraldrinum og það hafi gerst eftir mikið fjárfestingarskeið.

„Það var lagt í miklar fjárfestingar, t.d. í hótelum og eins og ég skil stemninguna þá verður ekki endilega meira byggt, þ.e. að greinin muni ekki taka endilega til sín meira lánsfé [...] síðustu tvö ár voru erfið fyrir ferðaþjónustuaðila. Allt eigið fé þurrkaðist upp og það tekur tíma fyrir þá að vinna það upp. Mögulega þarf nýtt eigið fé.

Hann bendir þó á að ferðaþjónustan hafi náð vopnum sínum furðufljótt eftir að allt lamaðist í kórónuveirufaraldrinum.

„Núna í maí, með komu erlendra ferðamanna þá erum við komin í 90% af því sem var 2019. Það var að vísu eftir fall WOW en um 70% af því sem var fyrir fall WOW. Ferðaþjónustan er því að koma ótrúlega hratt til baka. Ísland er nokkurn veginn uppselt, eða það er það sem maður heyrir. Það er ekki séns að fá bílaleigubíl og hótelherbergi eru uppseld. Þetta er að koma til okkar.“

Viðtalið við Ásgeir er hægt að nálgast í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK