Markaðurinn tekinn að róast

Formaður félags fasteignasala segir að færri komi nú á opið …
Formaður félags fasteignasala segir að færri komi nú á opið hús en fyrir hálfu ári. Morgunblaðið/ Sigurður Bogi

Fasteignasali á stórri fasteignasölu sem ViðskiptaMogginn ræddi við um stöðuna á markaði segir að teikn séu á lofti um að hann sé tekinn að róast. Ekki sé sama spennan og verið hefur. Svo virðist sem óvissan vegna vaxtahækkana, hækkandi verðbólgu og stríðsátaka í Úkraínu valdi því að fólk sé farið að halda meira að sér höndum. Segir fasteignasalinn að þó sé eftirspurnin ekki að minnka enda enn of lítið á eignum á markaðnum. Það virðist þó vera nóg af peningum í kerfinu eins og hann orðar það. Fólk sé tilbúið að borga uppsett verð en yfirverð fari ekki af stað nema verðstríð myndist. „Það eru færri að skoða núna. Fólk vill ekki borga meira en þarf. Það er farið að passa sig meira.“

Verst er þetta fyrir fyrstu kaupendur. Verð skipti fólk sem er inni í „búbblunni“ minna máli, fólk sem eigi íbúð til að selja fyrir næstu íbúð.

Þreytt á gífurlegri samkeppni

Hannes Steindórsson, formaður félags fasteignasala, segir að færri komi nú á opið hús en fyrir hálfu ári. „Ástæðan er sú að fólk er orðið þreytt á þessari gífurlegu samkeppni og yfirboðum. En þetta hefur engin áhrif á markaðinn því það er nóg að það mæti sjö í stað 20.“

Hann segir að 286 íbúðir séu til sölu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þar af sé 141 fasteign undir 60 milljónum króna. „Það þýðir að fyrstu kaupendur geta ekki keypt neitt.“

Hannes segir að sölutími á höfuðborgarsvæðinu hafi aldrei verið lægri, eða 30,7 dagar. 50% íbúða seldust á yfirverði í síðasta mánuði.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK