Indó tvöfaldar starfsmannafjölda sinn

Indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn upp á síðkastið.
Indó hefur ráðið sjö nýja starfsmenn upp á síðkastið.

Indó, nýr íslenskur sparisjóður, sem fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands í febrúar og fékk fulla aðild að greiðslukerfum banka á Íslandi í maí, hefur ráðið sjö nýja starfsmenn. Þar með hefur sparisjóðurinn tvöfaldað starfsmannafjölda sinn, en starfsmenn eru nú 14 talsins.

Sparisjóðurinn býður í dag upp á veltureikninga, en áformar að auka vöruframboð sitt með tímanum, en prófanir standa nú yfir fyrir lokaðan hóp áhugasamra. Áformar sparisjóðurinn að opna fyrir alla viðskiptavini síðar á árinu.

Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir er nýr markaðsstjóri indó. Hjördís Elsa kemur frá Krónunni þar sem hún stýrði markaðsmálum Krónunnar síðastliðin ár, nú síðast sem forstöðumaður markaðs- og umhverfismála. Hjördís er með MS gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Einar Björgvin Eiðsson er nýr vörustjóri indó. Einar sem er búsettur í Stokkhólmi kemur frá hinum sænska Klarna Bank þar sem hann vann að stækkun og rekstri bankans. Einar er iðnaðarverkfræðingur frá Konunglega Tækniháskólanum í Stokkhólmi og með MBA gráðu útgefna í sameiningu frá New York University, London School of Economics og HEC Paris.

Hjá Indó starfa nú 14 starfsmenn, en bankinn hóf starfsemi …
Hjá Indó starfa nú 14 starfsmenn, en bankinn hóf starfsemi á þessu ári og áformar að opna fyrir alla viðskiptavini síðar á árinu.

Stefanía Sch. Thorsteinsson er nýr áhættustjóri indó. Stefanía hefur starfað sem skrifstofustjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg. Þar áður sem sérfræðingur í áhættugreiningu hjá Fjármálaeftirlitinu, nú Seðlabanka Íslands, og Arion banka. Stefanía er stærðfræðingur frá Háskóla Íslands, er löggildur verðbréfamiðlari og með diplómagráðu í fjárhagslegri áhættugreiningu og ákvörðunartöku.

Lilja Kristín Birgisdóttir er nýr verkefnastjóri stafrænna markaðsmála hjá indó. Lilja kemur frá Krónunni þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í markaðs- og umhverfismálum síðustu ár. Lilja er með BA gráðu í stjórnmálafræði og er að ljúka MS gráðu í markaðsfræði frá Háskólanum á Bifröst.

Sara Mildred Harðardóttir er nýr þjónustustjóri indó. Sara stýrði áður þjónustuveri Reykjavík Sightseeing og er með BA gráðu í mannfræði og viðskiptafræði og stundar nú meistaranám í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hermann Guðmundsson og Valgerður Kristinsdóttir eru nýir forritarar hjá indó. Hermann hefur stundað nám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og NOVA í Virginíuríki í Bandaríkjunum og Valgerður er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK