Loo þarf ekki umhverfismat

Áform Malasíumannsins Wah í ferðaþjónustu eru stórhuga.
Áform Malasíumannsins Wah í ferðaþjónustu eru stórhuga. mbl.is/​Hari

Skipulagsstofnun hefur sent frá sér endurskoðað álit um mat á því hvort uppbygging malasíska athafnamannsins Loo Eng Wah á ferðaþjónustu að Leyni 2 og 3 hjá Hellu skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Álit stofnunarinnar var á þá leið að umrædd framkvæmd skyldi ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Það er samhljóma álit og áður hafði verið gefið út, en var kært eins og fjallað var um í Morgunblaðinu á sínum tíma.

Á vef Skipulagsstofnunar kemur fram að kæra megi ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til 25. júlí 2022.

200 fermetra þjónustuhús

Í úrskurði úrskurðarnefndar er rakið að Wah, sem fer fyrir hópi malasískra fjárfesta, hyggist reisa allt að 200 fermetra þjónustuhús fyrir tjaldsvæði í Leyni 2 og 3, allt að 800 fermetra byggingu fyrir veitingastað, verslun, móttöku og fleira og allt að 45 gestahús á einni hæð, sum þeirra 60 fermetra að stærð og kúluhús við hvert og eitt. Gestahúsin gætu rúmað allt að 180 gesti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK