Brugghúsin keppa í gæðum og orðspori

Laufey Sif Lárusdóttir, einn eigandi Ölverks í Hveragerði.
Laufey Sif Lárusdóttir, einn eigandi Ölverks í Hveragerði. Ljósmynd/Aðsend

Laufey Sif Lárusdóttir, formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, segir ný áfengislög fagnaðarefni. Þau gera handverksbrugghúsum kleift að selja bruggið rakleiðis til viðskiptavina beint frá framleiðslustað, án þess að vera tilneyddir að heimsækja ÁTVR. Bjórunnendur þurfa þó að bíða örlítið lengur því þrátt fyrir að lögin tóku gildi 1. júlí hafa leyfisveitingar af hálfu sýslumannsembætta tafist.

„Hingað til hefur þetta verið jaðarmenning svo við erum að horfa á í framtíðinni að okkar hlutdeild verði stærri á bjórmarkaðinum en þetta skýrist líka á því að við framleiðum lítið magn. En þrátt fyrir lítið magn þá erum við með sama kostnað varðandi hráefni, starfsmenn, flutningsgjöld og fleira.

Ekki ódýrari bjór

Við munum aldrei geta keppt í verði; við keppum í gæðum og orðspori. Þrátt fyrir að við seljum vöruna á framleiðslustað þá erum við ekki að fara sjá ódýrari bjór. Við erum að sjá brugghús verða samkeppnishæfari og að rekstrargrundvöllur þessara fyrirtækja verður frekar tryggður.“

Handverksbrugghúsum hefur fjölgað ört síðastliðin áratug og eru þau nú orðin 25 talsins. Um 200 manns starfa hjá handverksbrugghúsi. Laufey segir greinina eiga mikið inni, eftir að hægðist á rekstrinum vegna faraldursins. „Við erum bara rétt að byrja, við erum enn að fóta okkur og finna okkar takt. En sannarlega er þessi gríðarlega og gróskumikla bjórmenning komin til að vera.“

Lestu ítarlegri fréttaskýringu í ViðskiptaMogga vikunnar.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK