Umbrot á mörkuðum

mbl.is

Vísbendingar eru um að viðskiptakjör þjóðarinnar hafi gefið eftir á öðrum ársfjórðungi í ár. Skýrist það meðal annars af því að olíuverð hækkaði sem hlutfall af fiskverði annars vegar og álverði hins vegar.

Þetta kemur fram í greiningu Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra Analytica, fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt henni er útlit fyrir að lakari viðskiptakjör muni skerða kaupmátt á síðari hluta ársins.

„Fiskverð sem hlutfall af hráolíuverði hefur lækkað verulega á einu ári eða um rúm 30%. Svipaða sögu er að segja af álverði en lækkunin er ekki jafn mikil vegna hás álverðs,“ segir Yngvi um viðskiptakjör þjóðarinnar á fyrsta ársfjórðungi.

Álverð hefur síðan gefið mikið eftir, farið úr 3.800-3.900 dölum tonnið þegar hæst lét í mars niður í um 2.400 dali tonnið, og er það farið að birtast í minni framleiðslu. Má nefna að tvö af þremur móðurfélögum íslensku álveranna þriggja, Century Aluminum og Alcoa, hafa dregið úr framleiðslu í Bandaríkjunum vegna hækkandi raforkuverðs. Auknar líkur virðast nú á því að hlutar Bandaríkjanna standi nú frammi fyrir orkukreppu, líkt og mörg Evrópuríki hafa gert síðan síðasta haust en það gæti dregið úr eftirspurn.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK