Origo og KLAK í samstarf um Snjallræði

Lóa Bára undirritaði samstarfssamning við Kristínu Soffíu.
Lóa Bára undirritaði samstarfssamning við Kristínu Soffíu. Ljósmynd/Aðsend

Origo hefur undirritað samstarfssamning við KLAK - Icelandic Startups um samvinnu um samfélagshraðalinn Snjallræði.

„Samfélagshraðallinn Snjallræði er ætlað að draga fram, efla og styðja nýja tækni og aðferðir sem raunverulega styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tilkynningu um samninginn. 

Umsjón hraðalsins er í höndum KLAK - Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi.

Origo hefur verið í eigendahóp KLAK frá upphafi og verður nú einn bakhjarla Snjallræðis.

Lengi hallað á konur

„Við höfum skilgreint nýsköpun sem eitt af áhersluatriðum í samfélagsstefnu Origo. Við teljum að það sé einmitt með nýsköpun og tækni sem samfélagsvandamál framtíðarinnar verða leyst,“ er haft eftir Lóu Báru Magnúsdóttur, markaðsstjóri Origo, í tilkynningu. 

„Það hefur lengi hallað á konur í fjárfestingu í nýsköpun. Það sem er jákvætt við Snjallræði er hvað kvenfrumkvöðlum hefur vegnað vel eftir þátttöku í þessum hraðli. Við hlökkum til að styðja við verkefnin í Snjallræði og fögnum aðkomu MIT sem býður upp á metnaðarfullan vettvang til nýsköpunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK