Guðný nýr fjármálastjóri Össurar

Guðný Arna Sveinsdóttir, nýr fjármálastjóri Össurar.
Guðný Arna Sveinsdóttir, nýr fjármálastjóri Össurar.

Guðný Arna Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem fjármálastjóri Össurar (CFO) og mun hún taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins frá og með 1. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri.

Guðný Arna hefur starfað við ýmis fjármálatengd störf hjá Kviku undanfarið ár og þar áður hjá Teva Pharmaceuticals (áður Actavis) í áraug, meðal annars sem fjármálastjóri fjármálastjóri samheitalyfjaþróunar Teva. Bjó hún og starfaði á þessum árum bæði í Sviss og í Bandaríkjunum.

Guðný Arna hefur einnig starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á fjármálasviði og á árunum 2001-2008 var hún hjá Kaupþingi, meðal annars sem fjármálastjóri bankans fyrir og í fjármálahruninu.

Þá hefur hún einnig starfað hjá Eimskip á Íslandi og PWC í Stokkhólmi.

Guðný Arna er með meistaragráðu í reikningsskilum og fjármálum frá háskólanum í Uppsala í Svíþjóð og Cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands.

Guðný Arna tekur við starfinu af Sveini Sölvasyni sem tók nýlega við sem forstjóri félagsins. 

„Guðný Arna er reynslumikill stjórnandi með víðtæka reynslu af fjármálastjórn í alþjóðlegu umhverfi. Hún bætist við framúrskarandi hóp starfsmanna sem leggur áherslu á árangursdrifna teymisvinnu og það er mjög ánægjulegt að fá hana til liðs við okkur,“ er haft eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK