Twitter í frjálsu falli og stjórnin fordæmir Musk

Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlaði að kaupa Twitter á 44 …
Elon Musk, forstjóri Tesla, ætlaði að kaupa Twitter á 44 milljarða en vill nú hætta við. Samsett mynd

Stjórn Twitter krefst þess að Elon Musk standi við kauptilboð sitt, sem hljóðar upp á 44 milljarða Bandaríkjadala. 

Musk hefur lýst því yfir að hann ætli að draga tilboðið til baka, en stjórn Twitter segir það bæði ógilt og siðferðislega rangt. 

Engar ógildingarástæður fyrir hendi

Lögmenn á vegum Twitter segja fyrirtækið hafa staðið við allar sínar skuldbindingar og því séu engar ógildingarástæður fyrir hendi sem réttlæti það að Musk rifti kaupunum. 

„Twitter krefst þess að herra Musk standi við skuldbingingar sínar í samræmi við samninginn, meðal annars skyldur hans til þess að leggja sig allan fram um að tryggja framgang viðskiptanna sem kveðið er á um í samningnum.“

Í frjálsu falli 

Virði hlutabréfa í Twitter hefur hríðfallið, eftir að Musk tilkynnti áform sín um að rifta kaupunum á Twitter og gerði lítið úr yfirvofandi málsókn fyrirtækisins. 

Verðið hefur nánar tiltekið fallið um 11,3 prósent. Greinendur segja Musk setja fyrirtækið í afar viðkvæma stöðu með því að hætta við kaupin.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK