Reikna með styrkingu krónunnar

Graf/mbl.is

Magnús Stefánsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir stöðu framvirkra samninga með gjaldeyri benda til að fyrirtæki eigi frekar von á að krónan styrkist á árinu.

Nánar tiltekið hafi sala á gjaldeyri í framvirkum samningum aukist en það feli í sér að seljendur á gjaldeyri eigi von á að fá færri krónur fyrir gjaldeyrinn síðar á árinu. Sömuleiðis hafi dregið úr kaupum á gjaldeyri í framvirkum samningum sem bendir til þess sama: Að kaupendur á gjaldeyri telja sig munu þurfa að borga minna fyrir gjaldeyri síðar á árinu.

„Ef útflutningsfyrirtæki búast frekar við að krónan muni styrkjast vilja þau selja gjaldeyrinn framvirkt áður en þau fá hann,“ segir Magnús.

Fjallað er um þróun framvirkra samninga í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur einnig fram að lífeyrissjóðirnir hafi keypt gjaldeyri fyrir tæplega 40 milljarða fyrstu fimm mánuði ársins en fyrir rétt rúmlega 25 milljarða á sama tímabili í fyrra. Magnús telur aðspurður að þessi 15 milljarða aukning hafi haft óveruleg áhrif á gengi krónunnar á tímabilinu. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK