Íslensk þekking á jarðhita flutt út

Þátttakendur á námskeiði um nýtingu jarðvarma í heimsókn í Svartsengi.
Þátttakendur á námskeiði um nýtingu jarðvarma í heimsókn í Svartsengi. Ljósmynd/os.is

Orkukreppa í Evrópu í tengslum við stríðið í Úkraínu og vaxandi þrýstingur á að minnka losun gróðurhúsalofttegunda hafa aukið mjög áhuga á nýtingu endurnýjanlegrar orku í Austur-Evrópu, að sögn Baldurs Péturssonar, verkefnisstjóra fjölþjóðlegra verkefna hjá Orkustofnun.

„Það eru tvær kreppur, loftslagskreppan og orkukreppan. Endurnýjanleg orka skiptir gríðarlega miklu máli í því samhengi,“ segir Baldur.

„Báðar þessar kreppur knýja á að nýta meira endurnýjanlega orku til húshitunar og annarra þarfa. Mörg af þessum löndum nota kol til að kynda með hús og fyrirtæki. Hægt er að nýta jarðhita til þess á nokkuð mörgum stöðum og hann er því mikilvægur.“

Breytingarnar sem unnið er að í Austur-Evrópu, varðandi nýtingu endurnýjanlegrar orku, eru ekki einungis tæknilegar heldur einnig tengdar þekkingarmiðlun og því að vekja aukinn áhuga og umræðu.

Fólk í þessum löndum er vant að líta á kol sem náttúruauðlindir sem þjóðirnar hafi rétt á að nýta. Nú eru aðstæður breyttar og það kallar á aðra orkugjafa.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK