H&M krafðist trúnaðar um kynferðislega áreitni

AFP

H&M í Barcelona er sakað um að hafa þagað yfir kynferðislegri áreitni eftir að þrír starfsmenn fatarisans tilkynntu fyrirtækinu um kynferðislega áreitni í janúar, samkvæmt heimildum spænska dagblaðsins El País.

Fyrirtækið krafðist þess að konurnar þrjár skrifuðu undir trúnaðaryfirlýsingu þar sem þeim yrði meinað að tjá sig um málið. Ef þær brytu í bága við yfirlýsinguna þá yrði litið á það sem brot sem refsivert væri samkvæmt refsilöggjöf þar í landi.

Eftir að tvær þeirra skrifuðu undir plaggið fór af stað rannsókn af hálfu H&M sem var ekki í samræmi við viðurkennda verkferla samkvæmt lögum, en málið var ekki tilkynnt til viðeigandi aðila af hálfu fyrirtækisins. Sú sem skrifaði ekki undir yfirlýsinguna vakti athygli á málinu. 

Á Spáni starfrækir H&M fleiri en 140 verslanir, en fyrirtækið hefur neitað að tjá sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK