Gavia Invest kaupir 15% í Sýn

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Hari

Félagið Gavia Invest hefur keypt 15% í Sýn. Heiðar Guðjónsson tilkynnti samstarfsmönnum sínum að hann myndi hætta sem forstjóri Sýnar og hefur fjár­fest­ing­ar­fé­lag hans, Úrsus ehf., selt all­an eign­ar­hlut sinn í Sýn.

Fram kemur í tilkynningu til Kauphallar að Gavia Invest ehf. (áður AB 890 ehf) sé fjárfestingafélag í eigu Info Capital ehf (Reynis Grétarssonar og Hákons Stefánssonar), E&S 101 ehf (Jonathan R. Rubini, Andra Gunnarssonar og Mark Kroloff) og Pordoi ehf (áður AB 891 ehf.) (Jóns Skaftasonar). Jón Skaftason er fyrirvarsmaður félagsins.

Gavia Invest ehf. fer nú með atkvæðisrétt fyrir 40.147.128 hluti í Sýn hf. eða sem nemur um 14,95% hlutafjár, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK