Félag Þórðar Más hagnaðist um 645 milljónir

Þórður Már Jóhannesson.
Þórður Már Jóhannesson.

Brekka Retail ehf., fjárfestingafélag Þórðar Más Jóhannessonar, hagnaðist um 645 milljónir króna á síðasta ári.

Hagnaðinn má aðallega rekja til gengismunar verðbréfa en eins og alþjóð veit var ávöxtun með besta móti það ár. Hagnaður félagsins var 416 milljónum króna meiri en árið áður, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins.

Hluthafi í Festi

Félagið fer með 1,6% hlut í Festi sem miðað við gengi gærdagsins er metinn á 1,1 milljarð króna.

Félagið er sautjándi stærsti hluthafi Festar. Hlutabréfaverð í Festi hækkaði um 31% á síðasta ári og því má rekja töluverðan hagnað félagsins til þessarar hækkunar. Þórður var áður stjórnarformaður Festar en lét af störfum í kjölfar ásakana um ósæmilega hegðun gagnvart ungri konu.

Eignir félagsins 2,1 milljarður

Skráð innlend hlutabréf félagsins voru metin á 1,6 milljarð króna í lok árs og auk þess átti félagið 77 milljónir í verðbréfasjóðum.

Verðbréfaeign félagsins nam því tæpum 1,7 milljörðum kr. í lok árs. Eignir félagsins við árslok námu um 2,1 milljarði króna, sem er hækkun upp á rúmar 650 milljónir milli ára.

Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum í dag

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK