Erlendar gistinætur nærri fjórfaldast

Ferðamenn í borginni.
Ferðamenn í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gistinætur á skráðum gististöðum voru um 1.125.600 í júní síðastliðnum samanborið við 486.000 árið áður. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.

„Gistinætur erlendra ferðamanna voru um 80% gistinátta eða um 896.300 sem er tæplega fjórföld aukning frá fyrra ári (243.000). 

Gistinætur Íslendinga voru um 229.300 og er það fækkun um 6% frá fyrra ári .Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 706.800 (þar af 496.400 á hótelum) og um 418.800 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.),“ segir á vef Hagstofunnar um málið.

Tæplega 500 þúsund

„Gistinætur á hótelum í júní voru 496.400 og jókst hótelgisting í öllum landshlutum samanborið við júní 2021. Mest var hlutfallsleg aukning á höfuðborgarsvæðinu, eða 220%. Gistinætur erlendra ferðamanna á hótelum tæplega fjórfölduðust milli ára og voru 405.000. Gistinætur Íslendinga voru 91.400 og er það aukning um 9% frá fyrra ári,“ segir þar jafnframt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK