Nýttu kauprétt í Icelandair

Á flugi með Icelandair.
Á flugi með Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Félagið Blue Issuer Designated Activity Company, dótturfélag Bain Capital, hefur nýtt sér áskriftarréttindi í bréfum Icelandair Group samkvæmt heimild sem veitt var 28. júlí í fyrra. Félagið skráir sig fyrir 1.414.773.617 hlutum á genginu 1,64.

Verðmæti viðskiptanna er um 2,32 milljarðar króna.

Keyptu fyrir rúma 8 milljarða

Icelandair náði í fyrrasumar samkomulagi við fjárfestingasjóðinn Bain Capital um kaup á 16,6% hlut í félaginu fyrir tæplega 8,1 milljarð króna. Meðal skilyrða kaupanna var að sjóðurinn fengi stjórnarmann í Icelandair Group.

Icelandair hefur aukið umsvifin samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Hins vegar hefur hækkandi olíuverð aukið kostnað félagsins.

Fram kom í viðtali við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag að nýju MAX Boeing-þoturnar hefðu sparað félaginu tæplega 3 milljarða í eldsneytiskostnað á öðrum ársfjórðungi í ár.

Hefst fimmtudaginn 4. ágúst

Í hlutafjárútboði Icelandair Group í september 2020 voru gefin út áskriftarréttindi samhliða útgefnum hlutum í félaginu. Áskriftarréttindin veita rétt til að skrá sig fyrir hlutum í félaginu á gengi sem nemur útboðsgengi (1 ISK) að viðbættum 15% ársvöxtum.

Fjöldi hluta samsvarar 25% af fjölda hluta sem gefnir voru út í tengslum við hlutafjárútboðið og nýting áskriftarréttindanna skiptist niður í þrjú tímabil. Þann 4. ágúst nk. hefst þriðja og síðasta nýtingartímabilið og hafa handhafar áskriftarréttinda þá heimild til að skrá sig fyrir hlutum á genginu 1,30 per hlut.

Nýtingin yfir 97%

Fyrirspurn var send til Icelandair um hversu margir nýttu sér áskriftarréttinn. 

Svarið var að á fyrsta nýtingartímabili hafi hlutfallið verið 97,1% og á öðru nýtingartímabili 97,5%.

Nýtingin á þriðja nýtingartímabili liggi ekki fyrir enda sé það ekki hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK