Verð á korni loks farið að lækka

Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað mikið í kjölfar innrás Rússa …
Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað mikið í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu. Nú er verð loks farið að lækka aftur. AFP

Verð á korni hefur tekið að lækka og verð á hveiti er nú það sama og fyrir innrás Rússa. Þessi lækkun mun hafa jákvæð áhrif á verðbólgu að mati hagfræðings.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Kornverð tók að lækka eftir að Úkraínumenn og Rússar komust að samkomulagi við Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkland um að hefja útflutning á korni á ný. Árið 2021 stóð Úkraína fyrir 9% af heildarútflutningi korns í heiminum. Þegar talað er um korn, er verið að vísa til hveitis, maíss og byggs.

Víðtæk áhrif

Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica og hagfræðingur, segir að þetta samkomulag geti haft víðtæk áhrif, ekki bara á verð á korni heldur einnig á sólblómaolíu og áburði sem dæmi.

„Þetta myndi draga úr verðbólguþrýstingi, sérstaklega hvað varðar matvæli. En það eru ekki bara matvæli sem hafa hækkað, heldur líka orkan,“ segir hann. Að hans sögn er ólíklegt að orkuverðbólgan hjaðni, nema viðskiptahömlur á Rússa verði rýmkaðar.

„Aukið framboð matvæla getur ekki haft annað en jákvæð áhrif á efnahagsástand heimsins. En það þarf meira til.“

Meira er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK