Bókanir í þyrluflug hrannast inn

Frá eldgosinu sem hófst fyrr í dag.
Frá eldgosinu sem hófst fyrr í dag. mbl.is/Arnþór

„Við erum svo mikið á hvolfi að ég ætti eiginlega ekki að vera að ræða við þig, það er svo mikið að gera að það er algjört brjálæði,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, um bókanir í þyrluflug í kjölfar þess að eldgos hófst í Meradölum.

„Við vonum náttúrulega fyrst og fremst að þetta verði landi og þjóð til heilla og skaði engan, en að öðru leyti erum við vissir um að þetta sé gott fyrir ferðaþjónustuna.“

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs.
Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Ljósmynd/Aðsend

„Það er góð dagsbirta ennþá og það er enn hægt að fljúga lengi þannig að þetta er allt jákvætt í þessu.“

Norðurflug hefur á vegum sínum fjórar þyrlur og að sögn Birgis er mikil eftirspurn um þessar mundir eftir útsýnisflugi. „Það gengur ansi hratt að bóka í flug eins og staðan er núna.“

mbl.is/Hákon Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK