Kröftugar hækkanir hlutabréfa í júlí

Icelandair hækkaði mest allra skráða félaga í Kauphöllinni í júlí.
Icelandair hækkaði mest allra skráða félaga í Kauphöllinni í júlí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréfamarkaðir heimsins hækkuðu kröftuglega í júlí. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Í júní voru fremur miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum en á móti voru miklar hækkanir í júlí. Samt sem áður standa markaðir ennþá lægra en þeir voru í upphafi júní.

Íslenski markaðurinn hækkaði um 7% í júlí en mestu hækkanirnar voru í Svíþjóð þar sem markaðir hækkuðu um 12%.

Í júlí hækkuðu 19 af 22 félögum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar í verði en einungis þrjú lækkuðu í mánuðinum. Icelandair Group hækkaði mest eða um ríflega þriðjung. Næstmesta hækkunin var hjá Eimskipum sem hækkaði um fimmtung. Origo var í þriðja sæti en fyrirtækið hækkaði um 16,4%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK