Aukið öryggi í verslun með viðkvæmar vörur

Ósk Heiða Sveinsdóttir.
Ósk Heiða Sveinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Pósturinn býður nú upp á aukið öryggi í verslun með lyf, áfengi og aðrar viðkvæmar vörur með rafrænni auðkenningu.

Þannig er tryggður rekjanleiki sendinga og komið í veg fyrir að þær rati í rangar hendur, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Nú þegar netverslun er orðin almenn má segja að kauphegðun hafi breyst. Það kallar á víðtækari þjónustu en áður og Pósturinn er í stakk búinn til að veita hana. Þegar kemur að því að dreifa viðkvæmum varningi á borð við lyf og áfengi þarf að ganga úr skugga um að viðtakandi hafi sannarlega aldur eða heimild til að taka á móti sendingunni. Við hjá Póstinum leggjum áherslu á að viðkvæmar vörur séu fluttar með rekjanlegum hætti og berist réttum kaupanda en það er gert með því að nýta rafræna auðkenningu,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og markaða hjá Póstinum, í tilkynningunni.

„Kosturinn við rafræna auðkenningu er öryggi og rekjanleiki,“ bætir Ósk Heiða við.

„Til dæmis þegar lyf eru send úr apótekinu til viðskiptavinar sem staðfestir móttöku með rafrænni auðkenningu. Það fylgir því nefnilega mikil ábyrgð að dreifa varningi sem þessum. Við ætlum okkur áfram að vera traustur samstarfsaðili þegar kemur að dreifingu en hér er komin betri leið til að meðhöndla viðkvæmar vörur. Í því sambandi gegnir rafræn auðkenning lykilhlutverki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK