Mun hærri upphæðir í boltanum

Þegar fjórir leikir eru eftir er Breiðablik með níu stiga …
Þegar fjórir leikir eru eftir er Breiðablik með níu stiga forskot á Víking í baráttunni um titilinn í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Liðin í Bestu deild karla og kvenna í knattspyrnu fá nokkru hærri upphæð í sinn hlut en síðustu ár. Félög í Bestu deild karla munu fá að jafnaði um 20,5 milljónir króna hvert í ár en fengu áður um 12,5 milljónir króna fyrir árið. Heildarupphæð tekna félaganna er því tæpar 250 milljónir króna á ári. Félög í Bestu deild kvenna fá lægri upphæð, um 2,3 milljónir króna hvert að jafnaði.

Alþekkt er að sjónvarpstekjur séu helstu tekjulindir knattspyrnudeilda. Því er eins farið hér á landi og fyrir tímabilið í sumar var gerður samningur við Sýn til fimm ára. Þá gerðu Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) samninga við tækni- og fjölmiðlunarfyrirtækið Genius Sports um streymis- og gagnarétt. Genius Sports hefur þá leyfi til að selja bæði streymi og gögn til veðmálasíðna. Samingurinn nær til deilda- og bikarkeppna næstu fimm árin, til 2026.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK