Afkoma góð þrátt fyrir árstíðaráhrif

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eimskip áætlar að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á fjórða ársfjórðungi verði á bilinu verði á bilinu 37,2 - 38,7 milljónir evra, eða því sem nemur, 5,7 - 6 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar var EBITDA á sama ársfjórðungi árið 2021 31,5 milljónir evra, sem nemur nú um 4,9 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskipafélags Íslands hf.

Þá er áætlað að EBIT fjórðungsins verði á bilinu 20,9 – 22,9 milljónir evra, sem nemur 3,2 - 3,5 milljörðum króna, samanborið við 17,5 milljónir evra, eða 2,7 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2021.

„Þrátt fyrir hefðbundin árstíðaráhrif, var afkoma af alþjóðlegri starfsemi félagsins góð og nýting í siglingarkerfi félagsins var góð á fjórðungnum,“ segir í tillkynningunni.

Eimskip mun birta uppgjör fyrir fjórða ársfjórðungs eftir lokun markaða þriðjudag 14. febrúar 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK